Friday, February 8, 2008

Afavísur

Afi Svavar semur tækifærisvísur, að sjálfsögðu hefur hann samið vísur um dóttursynina.


Sestu hjá mér Svavar minn
sýndu af þér kæti
eitt er víst að afi þinn
engin þolir læti



Stórum augum Þorkell þögull
þykir ýmist furðulegt
verður kannské seinna sögull
segir eitthvað merkilegt

3 comments:

Lilja Ösp said...

Æðislegar vísur hjá afa Svavari :)

Anonymous said...

Hæhæ,
Flottir strákar og flottir foreldrar, hlökkum til að fá ykkur í heimsókn til Ástralíu.
Bestu kveðjur frá Singapore

Unnar Þór og Auður

Anonymous said...

Hæ!
Þeir eru svo sætir!!
Gaman að fylgjast með hérna og flott hvað þið eruð dugleg að uppfæra síðuna.

Knús
Anna Valla